Leigutakar og fasteignir
Lykiltölur um fjárfestingareignir
Fjöldi fasteigna |
~135 |
|
Fjöldi leigurýma |
~700 |
|
Fjöldi fermetra |
~455.000 |
|
Fjárfestingareignir |
168.147 millj. kr. |
|
|
- Virði fasteigna |
153.002 millj. kr. |
|
- Virði þróunareigna |
9.686 millj. kr. |
|
- Virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga |
5.459 millj. kr. |
Tíu verðmætustu tekjuberandi eignir Reita
-
Kringlan
-
Höfðabakki 9 & 9a
-
Suðurlandsbraut 2
-
Guðrúnartún 10
-
Holtagarðar
-
Laugavegur 66-70
-
Nauthólsvegur 50 & 52
-
Pósthússtræti 9-11
-
Vínlandsleið 12-16
-
Ármúli 9
Fjárfestingareignir Reita skiptast í tekjuberandi og ótekjuberandi eignir. Í efnahagsreikningi félagsins er virði nýtingarrétta lóðaleigusamninga að auki fært meðal fjárfestingareigna á móti samsvarandi skuldbindingu.
Virði 10 verðmætustu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis |
44% |
|
Virði 50 verðmætustu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis |
84% |
|
Virði 50 verðminnstu tekjuberandi eigna sem hlutfall heildarvirðis |
8% |
Breytingar á eignasafni Reita á árinu 2021
Á fyrri árshelmingi 2021 gengu Reitir til samninga við Festi um kaup á þremur fasteignum sem eru samtals um 9.900 útleigufermetrar. Um er að ræða verslunarhúsnæði að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi og Hafnargötu 2 á Reyðarfirði. Verslunin Krónan er stærsti leigutakinn í húsnæðinu. Eignirnar komu inn í eignasafnið þann 1. nóvember. Þá keyptu Reitir fasteignina að Sunnukrika 3 og 3b í Mosfellsbæ og var húsið afhent þann 1. desember 2021.
Á gamlársdag 2020 var gengið frá kaupum á Nauthólsvegi 50, skrifstofubyggingu Icelandair sem áföst er Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Sú eign kom því ný inn í eignasafnið á árinu 2021.
Þá keyptu Reitir rúmlega 300 fermetra verslunarrými í Kringlunni, rúmlega 700 fermetra iðnaðarhúsnæði að Draghálsi 10 og um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2.
Á á árinu var gengið frá afhendingu Hafnarbrautar 17-19 í Kópavogi. Þann 1. júlí seldu Reitir tæplega 1.500 fermetra fasteign að Aðalgötu 2 í Ólafsfirði. Þá var rúmlega 2.000 fermetra iðnaðarhúsnæði við Óseyri 1 á Akureyri var selt ásamt eign við Ránargötu í Reykjavík.
Helstu nýfjárfestingar 2021
-
Háholt 13-15, Mosfellsbæ
Tæplega 3.800 fermetra verslunarkjarni í Mosfellsbæ þar sem Krónan er stærsti leigutakinn. Eignin var afhent Reitum 1. nóvember 2021.
-
Sunnukriki 3 & 3b, Mosfellsbæ
Tæplega 3.600 fermetra verslunar- og þjónustukjarni þar sem Heilsugæslan, Lyf og heilsa og Samkaup eru með starfsemi. Eignin var afhent Reitum þann 1. desember 2021.
-
Dalbraut 1, Akranesi
Rúmlega 3.200 fermetra verslunarkjarni þar sem Krónan er stærsti leigutakinn en einnig eru t.d. Lindex og Penninn. Eignin var afhent Reitum þann 1. nóvember 2021.
-
Hafnargata 2, Reyðarfirði
Rúmlega 3.000 fermetra verslunarhúsnæði þar sem Krónan er stærsti leigutakinn en einnig eru þar t.d. Fjarðabyggð, Mannvit, ÁTVR og Lyfja með starfsemi. Eignin var afhent Reitum þann 1. nóvember 2021.
-
Nauthólsvegur 50
Um 6.500 fermetra skrifstofuhús sem hýst hefur starfsemi Icelandair. Kaupsamningur fór fram á gamlársdag 2020 og er eignin því ný í eignasafninu á árinu 2021. Þróun á reitnum er til skoðunar.
Virði tekjuberandi eigna í árslok 2021 eftir tegundum
Lykiltölur um tekjur og viðskiptavini 2021
Leigutekjur |
11.850 millj.kr. |
|
Reiknuð leiga óútleigðra rýma |
636 millj.kr. |
|
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)* |
95,1% |
|
Fjöldi viðskiptavina |
~500 |
|
|
* að teknu tilliti til reiknaðrar leigu óútleigðra rýma |
|
Samsetning leigutekna
Rekstraráhætta Reita er lágmörkuð með miklum fjölda traustra leigutaka með fjölbreyttu húsnæði á nokkrum svæðum. Reitir leggja höfuðáherslu á góð tengsl við viðskiptavini og er fjöldi leigusamninga byggður á áratugalöngu samstarfi. Oft á tíðum er ímynd fyrirtækis nátengd því húsnæði sem það er staðsett í.
Flokkun leigutekna eftir tegundum aðila
Stærstu leigutakar Reita
Opinberir aðilar |
19% |
|
Aðilar að baki 5-10% leigutekna hver |
18% |
|
- Flugleiðahótel (9%) |
|
|
- Hagar (9%) |
|
|
Aðilar að baki 2-5% leigutekna hver |
11% |
|
- Advania |
|
|
- Borg Hótelrekstur |
|
|
- Húsasmiðjan |
|
|
- Origo |
|
|
- Samkaup |
|
|
Aðilar að baki 1-2% leigutekna hver |
8% |
|
- Geymslur |
|
|
- Icelandair |
|
|
- Klíníkin Ármúla |
|
|
- NTC |
|
|
- Parlogis |
|
|
- Sjóvá |
|
|
Um 500 aðilar að baki <1% leigutekna hver |
44% |
Landfræðileg dreifing leigutekna og fasteigna 2021
Myndin sýnir landfræðilega dreifingu leigutekna á árinu 2021 ásamt virði og fjölda tekjuberandi eigna í árslok.
Fjárfest í nýjungum á þriðju hæð Kringlunnar
Endurnýjun þriðju hæðar Kringlunannar stendur yfir. Þar verða innan skamms nýir veitingastaðir og afþreyingarmöguleikar. Ráðgerð fjárfesting er um 1 milljarður króna.
Svæðið verður opið fram á kvöld en mun enn þjóna gestum Kringlunnar á þjónustutíma verslana. Breytingarnar ná einnig til inngangsins við suðurenda efra bílastæðapallsins. Þar opnaði á árinu 2021 glæsileg ný World Class stöð ásamt nýju þjónustuveri Kringlunnar. Í þjónustuver Kringlunnar má sækja pantanir eftir lokun verslana.






Þróunareignir í eignasafni Reita
Í eignasafni Reita eru byggingarréttir og ótekjuberandi eignir sem metnar voru á 9.686 millj. kr. í árslok 2021. Þar á meðal eru fasteignir sem mynda leigutekjur og metnar væru á um 3.380 millj. kr. ef notuð væri sama aðferðafræði við virðismat þeirra og beitt er við virðismat tekjuberandi eigna. Alls er um að ræða byggingarrétt að um 240 þúsund fermetrum á höfuðborgarsvæðinu sem félagið getur nýtt sér eða selt.
Söluhagnaður af Orkureit um 1.300 millj.kr.
Í október s.l. gerðu Reitir samkomulag við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu á Orkureit fyrir 3.830 m.kr. Um er að ræða fasteignina Ármúli 31 ásamt öllum nýbyggingarheimildum á lóðinni í tengslum við nýtt deiliskipulag. Viðskiptin ná ekki til fasteignarinnar að Suðurlandsbraut 34, þ.e.a.s. gamla Rafmagnsveituhússins.
Samkomulagið er með fyrirvörum en afhending er áætluð á fyrri hluta annars ársfjórðungs 2022. Með samkomulaginu skuldbinda Reitir sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetrum af atvinnuhúsnæði sem byggt verður á lóðinni.
Orkureiturinn er á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær upp að Ármúla. Gert er ráð fyrir rúmlega 400 íbúðum í 3-8 hæða byggingum ásamt 4-6 þúsund fermetrum atvinnuhúsnæðis. Reiturinn verður að líkindum fyrsta BREEAM vistvottaða skipulagið í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.orkureitur.is.
Uppfært aðalskipulag opnar á þróun Kringlusvæðisins
Uppfært aðalskipulag Reykjavíkur, ASK 2040, sem tók gildi í ársbyrjun 2022 opnar fyrir þær skipulagsbreytingar sem Reitir hafa unnið að undanfarin ár. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að byggðar verði 1.000 íbúðir á svæðinu öllu, sem er að stóru leyti í eigu Reita.
Deiliskipulag fyrsta áfanga, sem nær til suðvesturhluta svæðisins, er í undirbúningi en þar er gert ráð fyrir rúmlega 50 þús. fermetra byggð á 5 byggingareitum með um 350 íbúðum. Reiknað er með að uppbygging fyrsta áfanga geti hafist innan 3ja ára en gert er ráð fyrir að svæðið allt byggist upp á 10-15 árum.
Uppbygging Kringlunnar er langtímaverkefni um þróun samfélags, með blöndu af íbúðum, verslun og þjónustu, menningu og listastarfsemi. Íbúðabyggð við Kringluna verður áhugaverður kostur fyrir þau sem vilja búa miðsvæðis með aðgang að þeirri víðtæku þjónustu og afþreyingu sem finna má á Kringlusvæðinu auk þess að njóta nálægðar við miðbæinn og stór atvinnusvæði.
Nýjar þróunarhugmyndir meðfram borgarlínu kynntar á árinu
Metróreitur
Við Suðurlandsbraut 56, á Metróreit í Skeifunni, er til skoðunar að byggja um 87 íbúðir í tveimur samtengdum 5-7 hæða byggingum og 1.300 fermetra af verslunar- og þjónusturými. Gert er ráð fyrir torgrými, borgargarði og tengingu við biðstöð borgarlínu. Tillögur hafa verið kynntar borgaryfirvöldum og eru þær í skoðun.
Esjureitur
Reitir keyptu Hallarmúla 2 í ársbyrjun 2021 ásamt tilheyrandi byggingarheimildum. Lóðin var áður hluti af Suðurlandsbraut 2 þar sem Hotel Hilton Reykjavik Nordica stendur, Á lóðunum tveimur eru áhugaverðar þróunarmöguleikar sem eru í skoðun en kynntar hafa verið hugmyndur að heildstæðu nýju skipulagi með áherslur á íbúðir.
Loftleiðareitur
Við Hotel Reykjavík Natura, eru uppi hugmyndir um uppbyggingu og styrkingu svæðisins. Reitir keyptu skrifstofubyggingu Icelandair í árslok 2020 í því augnamiði að skapa heildstæða framtíðarsýn fyrir svæðið og gera reitinn að virkari þátttakanda í Vatnsmýri framtíðarinnar. Gert er ráð fyrir fallegu torgi, matvöruverslun, líkamsrækt og kaffihúsi auk íbúða og/eða skrifstofuhúsnæðis.
Skipulag atvinnukjarna í landi Blikastaða miðar fram
Í landi Blikastaða í Mosfellsbæ eiga Reitir um 15 hektara svæði þar sem fyrirhuguð er uppbygging á 90 þúsund fermetra atvinnukjarna. Náttúrugæði, sjálfbærni og samnýting er höfð að leiðarljósi við skipulag svæðisins sem verður vottað skv. BREEAM Communities vistvottunarkerfinu. Skipulagsvinnu er að mestu lokið og unnið er með Mosfellsbæ varðandi næstu skref. Væntingar standa til þess að gatnagerð og framkvæmdir geti hafist í árslok 2022.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.reitir.is/blikastadir
Aðrir byggingarréttir og þróunareignir
Aðrir byggingaréttir félagsins eru tengdir lykileignum í eignasafni félagsins á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Barónsstíg, Vogabyggð og á lóðinni að Höfðabakka 9.
Í desember 2019 voru tilkynnt áform um að breyta Laugavegi 176, Gamla Sjónvarpshúsinu, í nýtt Hyatt Centric hótel með veitingastað, bar, fundarsölum og bílastæðum fyrir gesti. Gert var ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast í upphafi árs 2021 en vegna heimsfaraldursins var þeim slegið á frest. Ný tímalína liggur ekki fyrir að svo stöddu og hefur húsið verið að mestu leyti í útleigu